Sex komu á slysadeild eftir átökin

Lögreglumaður er nú á skammverudeild Landspítalans vegna höfuðáverka sem hann hlaut í mótmælaátökum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans eru meiðsl lögreglumannsins metin meðalalvarleg og dvelur hann á skammverudeildinni til eftirlits.

Fjórir lögreglumenn komu á slysadeildina í nótt og er búið að útskrifa þrjá þeirra. Einnig komu tveir almennir borgarar til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir táragasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka