Eru að upplifa rof milli þings og þjóðar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í afbrotafræði, segir að mótmælin í vikunni sem er að líða séu mikil tíðindi enda sé nánast engin hefð fyrir mótmælum af þessu tagi hér á landi.

Helgi bendir á að þó áður hafi verið mótmælt og jafnvel komið til átaka, s.s. við inngöngu Íslands í NATO árið 1949, hafi þau tilvik verið einangruð að því leyti að mótmælin stóðu aðeins yfir í einn dag. Mótmælin nú séu umfangsmeiri og alvarlegri en þá. Nú sé mótmælt marga daga í röð og undiraldan í samfélaginu hafi verið þung og vaxandi. Atburðir síðustu daga séu til marks um að hér sé að myndast hefð fyrir fjöldamótmælum. Fyrstu vísarnir að slíkri hefð hafi líkast til sprottið í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun.

Helgi segir að óánægja með stjórnvöld hafi verið að grafa um sig frá því í haust og greinilegt sé að stór hluti þjóðarinnar sætti sig ekki við að enginn axli pólitíska ábyrgð vegna bankahrunsins. „Margir hafa á tilfinningunni að lítið sé að gerast og upplifa ástandið sem rof milli þings og þjóðarinnar,“ segir hann. Hið pólitíska uppgjör hafi ekki farið fram og margir geti hvorki beðið eftir e.k. hvítbók né séu tilbúnir að hlusta á þau rök að ekki megi persónugera vandann og að ástandið sé einfaldlega afleiðing heimskreppu.

Berast með straumnum

Mikið hefur mætt á lögreglu og Helgi segir að sér sýnist að lögregla hafi í heildina staðið sig mjög vel í þessu erfiða löggæsluverkefni. Langflestir mótmælendur hafi einnig hegðað sér vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert