Búið að bjarga ferðamanni úr Kreppu

Frá björgun í Kreppu
Frá björgun í Kreppu

Útlendur ferðamaður sem slasaðist í ánni Kreppu fyrr í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður en kaldur og hrakinn og afar skelkaður, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

„Björgun mannsins má fyrst og síðast þakka þeirri staðreynd að hann gat notað gsm síma sinn til að hringja eftir hjálp þar sem hann var einn á ferð utan alfararleiðar. Undanfarið hefur verið unnið að því að bæta fjarskipti á hálendinu, m.a. var settur upp endurvarpi á Vaðöldu á síðasta ári sem gerði gæfumuninn í þessu tilviki.
 
Einnig sannaði nýtt Tetra fjarskiptakerfi enn og aftur gildi sitt þar sem sjá má staðsetningu viðbragðsaðila á landsvísu á netinu. Í dag vildi svo vel til að þrautreyndir björgunarsveitamenn voru á ferð í Laugavalladal og var þegar haft samband við þá. Þeir fóru á staðinn, fundu manninn og gáfu þyrlu Landhelgisgæslunnar upp nákvæma staðsetningu," að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.  
 

Ferðamanninum bjargað úr Kreppu.
Ferðamanninum bjargað úr Kreppu.
Frá björgun við Kreppu
Frá björgun við Kreppu
Frá björgun í Kreppu
Frá björgun í Kreppu
Frá björgun í Kreppu
Frá björgun í Kreppu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert