Samstöðufundur vegna Icesave

Samtökin Indefence hafa boðað til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag til að leggja áherslu á þá kröfu að gerður verði sanngjarn Icesave-samningur sem þjóðin geti staðið við.

Í tilkynningingu segir Jóhannes Þ. Skúlason, talsmaður samstöðufundarins,  að það sé hugur í fólki og stund samstöðu sé runnin upp.
 
Egill Ólafsson tónlistarmaður og söngvari er fundarstjóri.  Tónlistarmennirnir KK og Jónas Þórir spila og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, og Andrés Magnússon, læknir, flytja stutt ávörp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert