Bolvíkingar efstir á skákmótinu

Bolvíkingar eru efstir á Íslandsmóti skákfélaga að lokinni þriðju umferð sem fram fór í dag í Rimaskóla. Bolvíkingar sigruðu b-sveit Hauka, 7-1, þar sem Jorge Fonseca (2018 stig) sigraði Jóhann Hjartarson (2596).

Hellismenn eru í öðru sæti, einum vinningi á eftir Bolvíkingum, eftir sigur á Fjölni 4½-3½. Þar gerðu Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson jafntefli. Eyjamenn eru þriðju með eftir 4½-3½ sigur á Haukum. Taflfélag Reykjavíkur sigraði b-sveit Hellis svo 5-3.

Fjórða umferð fer fram á morgun og hefst kl. 11. Þá mætast m.a.: Bolungarvík-Haukar og Hellir-TV. Akureyringar leiða í 2. deild, Mátar í 3. deild og Austlendingar í fjórðu deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka