Segir áskorun Nýs Íslands ómarktæka

Merki VR
Merki VR

 Formaður VR Kristinn Örn Jóhannesson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áskorunar samtakanna Nýs Íslands, sem skora á hann og formann ASÍ að mæta til kröfufundar á Austurvelli í dag. Segist hann ekki geta tekið mark á samtökunum vegna þeirra markmið sem þau setja fram á vefsíðu sinni.

Tilkynning formanns VR er hér.

Formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, getur ekki tekið mark á áskorunum „samtaka“ sem kalla sig Nýtt Ísland. Samkvæmt heimasíðu NÍ hafa „samtökin“ m.a. eftirfarandi markmið:

Þegnskylduvinnu fyrir atvinnulausa launþega

Stofnun borgaralegrar „lýðreglu“

Afnám stjórnmálaflokka

Brottrekstur allra millistjórnenda hjá hinu opinbera á 3 árum

Afnám stjórnmálaflokka og Alþingis

Lítið annað er vitað um „samtökin“ en að séu á vegum og kostuð af bílasölu ef marka má skráningarupplýsingar á www.isnic.is og upplýsingar á heimasíðu „samtakana“.

Slíkur málflutningur sem NÍ bjóða upp á er almenningi ekki sæmandi og allar áskoranir af hendi þeirra marklaust hjal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert