Skýrslunni enn frestað

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is hafa nú borist svör frá þeim 12 ein­stak­ling­um sem veitt­ur var kost­ur á að senda nefnd­inni at­huga­semd­ir. Þau svör og fylgigögn sem nefnd­inni hafa borist eru um­fangs­mik­il eða nær 500 blaðsíður alls. Það er því ljóst að út­gáfa skýrsl­unn­ar frest­ast um tvær til þrjár vik­ur. Þetta kem­ur fram á vef rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Fyrst stóð til að skýrsl­an myndi liggja fyr­ir þann 1. nóv­em­ber. Síðan var henni frestað til 1. fe­brú­ar og síðan til byrj­un mars­mánaðar. Nú hef­ur henni verið frestað enn frek­ar og ljóst að hún verður ekki birt fyrr en eft­ir miðjan mars.

„Með bréf­um nefnd­ar­inn­ar var þess­um ein­stak­ling­um gef­inn kost­ur á að gera skrif­lega grein fyr­ir af­stöðu sinni til atriða sem nefnd­in hefði til at­hug­un­ar að fjalla um í skýrslu sinni á þeim grund­velli að um hefði verið að ræða mis­tök eða van­rækslu af þeirra hálfu í þeirri merk­ingu sem þessi hug­tök eru notuð í lög­um um nefnd­ina.

Þau svör og fylgigögn sem nefnd­inni hafa borist eru um­fangs­mik­il eða nær 500 blaðsíður alls. Fyr­ir nefnd­inni ligg­ur nú að fara yfir þessi svör og þau gögn sem þeim fylgdu, taka af­stöðu til þeirra og ganga end­an­lega frá skýrslu nefnd­ar­inn­ar til Alþing­is. Það er ljóst að þessi loka­vinnsla á skýrsl­unni, frá­gang­ur og prent­un henn­ar mun taka nokk­urn tíma en áætlan­ir nefnd­ar­inn­ar miða við að því verði lokið eft­ir tvær til þrjár vik­ur," að því er seg­ir á vef rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert