Rykgrímur aðeins þar sem er sjáanlegt öskufall

Hrossum er víða gefið úti á Suðurlandi, til að draga …
Hrossum er víða gefið úti á Suðurlandi, til að draga úr hættu á flúoreitrun. Einnig þarf að huga vel að drykkjarvatni eftir öskufall. Ómar Óskarsson

Upplýsingar frá Almannavörnum hafa nú breyst á þann veg að aðeins er nauðsynlegt að ganga með rykgrímur þar sem sjáanlegt öskufall er á jörðu, en ekki um allt land eins og áður kom fram. 

Niðurstöðum efnagreiningar á öskunni er enn ekki lokið en ekki er útilokað að flúor sé í henni sem haft getur eituráhrif þar sem hún fellur til jarðar og er í andrúmsloftinu.

Frekari upplýsinga um æskileg viðbrögð á öskusvæðum er að vænta frá sóttvarnarlækni. Mikilvægt er að bændur sem hafa búfénað fari að leiðbeiningum Matvælastsofnunar vegna öskufallsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert