Tveir týndir á Fimmvörðuhálsi

Göngufólk á Fimmvörðuhálsi.
Göngufólk á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/hag

Slysavarnafélagið Landsbjörg var kallað út nú í kvöld til að leita að tveimur mönnum á Fimmvörðuhálsi. Mennirnir ætluðu sér að skoða eldstöðvarnar en villtust af leið í mikilli þoku. Annar er íslenskur en hinn danskur og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þeir vanir fjallgöngumenn.

Mennirnir eru í stöðugu símasambandi við björgunarsveitir sem reyna nú að staðsetja mennina. Björgunarsveitir eru nú á leið upp hálsinn beggja megin fjalla.

Laust fyrir miðnætti bárust Landsbjörgu þau skilaboð að mennirnir sæju til blárra blikkandi ljósa björgunarsveitarinnar í Þórsmörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert