Vilja þjóðaratkvæði um sölu Símans

Þingmenn Vinstri grænna lögðu í dag fram á Alþingi tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áformaða einkavæðingu og sölu Landssíma Íslands.

Þingmenn VG vilja að kjósendur geti valið milli tveggja kosta. Annars vegar núverandi áforma um sölu á hlut ríkisins í Símanum til einkaaðila og hins vegar að hætt verði við einkavæðinguna og söluna.

Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að stöðva skuli vinnu að sölu Landssímans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Hún fari fram í síðasta lagi samhliða kosningum um sameiningu sveitarfélaga á komandi hausti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert