Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búist er við stormi norðaustan- og austantil á landinu fram á morgun.

Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 m/s norðaustan- og austantil á landinu til morguns og sums staðar hvassar vindhviður við fjöll. Annars suðlæg átt 8-13 m/s. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustanlands í fyrstu. Yfirleitt þurrt norðan og austanlands eftir hádegi í dag. Hiti 0 til 6 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka