Donald Rumsfeld á geisladiski

Donald Rumsfeld.
Donald Rumsfeld. AP

Tveir tónlistarmenn í San Francisco hafa tekið sig til og samið kammertónlist við ræður Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og gefið út á geisladiski.

Eftir að hafa hlustað á ræður hans segjast þau hafa fundið sig knúin til að semja tónlist við þær og flytja.

Diskurinn heitir The Poetry of Donald Rumsfeld and Other Fresh American Songs. Þar má meðal annars finna lagið The Unknown sem samið er við ræðu sem hann hélt 12. febrúar 2002 um stöðu mála í Írak. Sópransöngkona að nafni Elender Wall fer með texta ráðherrans en ásamt henni vann Bryant Kong tónskáld og píanóleikari að plötunni. Kong, sem er enginn aðdáandi ríkisstjórnar George W. Bush, segir að orð Rumsfelds virki úthugsuð en á sama tíma kæruleysisleg, og oft einfaldlega skrítin.

Fullkomin blanda fyrir klassíska tónlist, sagði Kong í viðtali við AP-fréttastofuna. "Í lögunum kemur fram að við teljum að Rumsfeld sé að segja sögu sem gengur ekki upp - hann er að reyna að selja stríð sem ekki er hægt að réttlæta."

Á meðal aðdáenda tónlistarinnar er Rumsfeld sjálfur! "Það var einhver sem gaf mér eintak af þessu og þar er bara kona með stórkostlega rödd sem syngur blaðamannafundina mína," sagði ráðherrann á ráðstefnu blaðamanna nýverið.

Kong hefur íhugað að nota ræður annarra stjórnmálamanna á svipaðan hátt. Hann telur hins vegar að George W. Bush Bandaríkjaforseti sé ekki nægilega kjarnyrtur og ef hann færi að nota ræður Johns Kerry forsetaframbjóðanda demókrata myndu áheyrendur sofna. "Ég held að ræða John Kerry yrði mjög langt tónað ljóð. Það yrði að vera minnst 45 mínútur að lengd."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka