Þjáistu af netfíkn?

mbl.is

Kínverjar gætu orðið fyrstir til þess að skilgreina netfíkn sem læknisfræðilegan kvilla. Samkvæmt væntanlegri handbók samþykktri af kínverskum heibrigðisyfirvöldum eru megineinkenni netfíknar skilgreind. Frá þessu segir á vefsíður Guardian.

Sé hangið á netinu í sex klukkustundir á dag í stað þess að vinna eða stunda nám auk þess að mikil fráhvarfseinkenni komi í ljós reynist fólki ekki unnt að komast á netið, er viðkomandi með tvö megineinkenni netfíknar. Kínverska handbókin, sem enn á eftir að hljóta samþykki heilbrigðisyfirvalda, yrði sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Í Bandaríkjunum hafa vísindamenn fundið út að fyrir einn af átta Bandaríkjamönnum sé netnotkun vandamál. Þar eru í gangi umræður um hvort áráttukennd netnotkun skuli opinberlega viðurkennd sem sálfræðikvilli.

Kínverjar hafa orðið fyrir gagnrýni fyrir að vilja ritstýra því efni sem netnotendur geta nálgast á netvafri sínu. Þar geta netfíklar farið í endurhæfingarbúðir í anda „boot-camp“, þ.e. með herþjálfunarívafi. Meðferðin felur í sér ráðgjöf auk hernaðaraga, lyfjagjöf, dáleiðslu og rafstuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert