Unglingar og matarvenjur

mbl.is

Slæmar matarvenjur unglinga geta leitt til vandamála í öndunarfærum, eftir því sem segir á vefmiðli MSNBC. Þar segir frá rannsókn sem 2.112 unglingar í Kanada og Bandaríkjunum tóku þátt í og í ljós kom að meirihluti þeirra borðaði minna en ráðlagðan dagskammt af ávöxtum og grænmeti. Fiskur er ríkur af ómega 3-fitusýrum sem er nauðsynlegur fyrir heilbrigð lungu en fiskur virðist ekki vera vinsæll hjá unglingum. Ómega 3-fitusýrur finnast einnig í valhnetum, hörfræolíu og sumu grænmeti.

Aðeins 11% unglinganna tóku daglega inn aukalega vítamín.

Þeir unglingar sem ekki fá nægilega mikið af nauðsynlegum næringarefnum sem finnast meðal annars í ávöxtum og fiski, eru líklegri en aðrir til að þurfa að glíma við ýmis vandamál tengd öndunarfærum, eins og astma, hósta og andþyngsl. Þeir unglingar sem fá of lítið af ávöxtum og þá sérstaklega of lítið af C-vítamíni, hættir til að hafa veikari lungu. Eins er með þá unglinga sem fá of lítið af E-vítamíni sem finna má í grænmeti, olíum og hnetum, að þeir voru líklegri en aðrir til að fá astma.

Vart þarf að taka fram að einnig kom í ljós að þeir unglingar sem reyktu voru í enn meiri hættu með að þurfa að glíma við vandamál í lungum.

Að þessu öllu töldu vilja fræðingarnir meina að ekki dugi unglingum að fá þau 85 mg á dag af C-vítamínum sem annars er talinn hæfilegur dagskammtur, svo þau hafi heilbrigð lungu. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tengsl á milli slæmra matarvenja og vandamála í öndunarfærum.

Niðurstaðan er því: Borða meiri fisk, ávexti, grænmeti og hnetur!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert