Ný meðferð við fuglaflensu

Ingólfur Johannessen
Ingólfur Johannessen

Dr. Ingólfur Johannessen hefur hlotið 35 milljóna króna rannsóknarstyrk frá skoska heilbrigðisráðuneytinu til þróunar nýrrar meðferðar við inflúensusýkingum. Verkefnið fer fram við læknaskóla Edinborgarháskóla þar sem Ingólfur starfar sem lektor í klíniskri veirufræði.

Verkefnið byggist á nýrri aðferðafræði þar sem ónæmisfrumum er beint gegn tilteknum veirupróteinum.

"Frumur sýktar af inflúensuveirunni hafa á yfirborði sínu prótein sem veiran framleiðir. Það ætti því að vera hægt að forrita ónæmisfrumur þannig að þær sjái slík veiruprótein og drepi flensusýktar frumur, "sagði Ingólfur í samtali við Morgunblaðið. "Auðvitað er áhugi skosku heimastjórnarinnar á verkefninu að hluta til sá að enginn veit fyrir víst hvort núverandi veirulyf muni duga vel gegn H5N1 fuglaflensunni sem er líklegust til þess að valda næsta flensuheimsfaraldri"

Viðtal er við Ingólf í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert