BATE vann FH 5:1 í Borisov

Atli Guðnason er í fremstu víglínu hjá FH-ingum.
Atli Guðnason er í fremstu víglínu hjá FH-ingum. mbl.is/Eggert

Fjögur mörk voru skoruð á lokamínútunum þegar BATE Borisov sigraði FH, 5:1, 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi í dag en þetta var fyrri viðureign liðanna.

Staðan var 0:0 í hálfleik og FH stóð vel í heimamönnum, sem síðan náðu undirtökunum á fyrsta korteri síðari hálfleiks þegar þeir komust í 2:0. Þannig var staðan framundir leikslok en þá rigndi inn mörkum. Atli Viðar Björnsson skoraði mark FH og minnkaði muninn í 4:1 en Pavel Nekhaychik var Hafnfirðingum erfiður og skoraði þrennu fyrir BATE.

Liðin mætast aftur í Kaplakrika næsta miðvikudag.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Hafþór Þrastarson, Matthías Vilhjálmsson, Björn Daníel Sverrisson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Freyr Bjarnason, Torger Motland, Einar Karl Ingvarsson, Jacob Neestrup, Jón Ragnar Jónsson.

Lið BATE: Sergei Veremko - Dmitri Likhtarovich, Ígor Shitov, Aleksandr Júrevich, Artem Kontsevoi, Renan Bressan, Pavel Nekhaychik, Artjom Radkov, Aleksandr Pavlov, Maksim Bardachou, Vitali Rodionov.
Varamenn: Aleksandr Gutor, Sergei Sosnovski, Aleh Patotskij, Aleksandr Volodko, Maksim Skavish, Edhar Aliakhnovich, Dmitri Baga.

BATE Borisov 5:1 FH opna loka
90. mín. Vitali Rodionov (BATE Borisov) skorar 5:1 - þetta er nú orðið einum of..!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert