Birgir byrjaði vel í Kína og lék á 68 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG lék vel á fyrsta keppnisdegi á TCL meistaramótinu í golfi í Kína en hann er á 4 höggm undir pari eftir fyrsta hringinn. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og er besta skor þeirra sem lokið hafa leik í dag 8 högg undir pari.

Birgir hóf leik á 10. teig og fékk hann fjóra fugla á fyrri 9 holunum sem hann lék á 32 höggum en á síðari 9 holunum fékk hann einn skolla (+1) og einn fugl (-1). Birgir er í 15. sæti af þeim sem hafa lokið leik í dag. Skorkort Birgis Leifs

Argentínumaðurinn Rafael Echenique er er efstur á 8 höggum undir pari.

Staðan á mótinu.

Þetta er fjórða mótið á Evrópumótaröðinni hjá Birgi á þessu keppnistímabili en hann hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur af þremur mótum sínum til þessa. Lee Westwood frá Englandi lék á 64 höggum í dag og er hann í fjórða sæti en Westwood er líklega þekktasti kylfingur mótsins.

Birgir mun segja sjálfur frá gangi mála síðar í dag á bloggsíðu sinni á blog.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert