Chauncey Billups rifti samningi sínum við Detroit

Chauncey Billups.
Chauncey Billups. AP

Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, fékk sig óvænt lausan frá félaginu í gær. Billups átti eitt ár eftir af sex ára samningi sínum við félagið, en nýtti sér klásúlu í samningnum sem gerir honum kleift að rifta honum. AP-fréttastofan hafði eftir talsmanni félagsins í gær, að ákvörðunin hefði komið forráðamönnum Detroit á óvart. Ljóst er að slegist verður um Billups á leikmannamarkaðnum enda hefur hann verið einn fremsti leikstjórnandi deildarinnar undanfarin ár. Haft er eftir Billups að hann kjósi helst að leika áfram með Detroit en félagið þurfi þá að bjóða honum jafngóðan samning og honum bjóðist annars staðar. Joe Dumars, framkvæmdastjóri félagsins, hefur áður sagt í fjölmiðlum að það sé forgangsverkefni hjá sér að halda Billups hjá félaginu.

Lakers á höttunum eftir Kevin Garnett

Blaðið Los Angeles Times greinir frá því í gær að Los Angeles Lakers sé með leikmannaskipti í undirbúningi sem tryggi liðinu starfskrafta framherjans snjalla Kevins Garnetts. Garnett hefur leikið allan sinn NBA-feril með Minnesota Timberwolves við afar góðan orðstír. Til þess að skiptin gangi upp er talið að leikmenn muni fara á milli fjögurra félaga, Lakars, Minnesota, Indiana Pacers og Boston Celtics. Gengi þetta eftir myndi Lakers láta frá sér framherjann Lamar Odom og miðherjann Andrew Bynum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert