Segir Ísland afar vel rekið land

Portes í fréttaþætti CNBC.
Portes í fréttaþætti CNBC.

Richard Portes, prófessor við London Business School, hélt uppi hörðum vörnum fyrir íslenskt efnahagslíf í viðtali við bandarísku CNBC sjónvarpsstöðina í gær.  Sagði hann að Ísland væri afar vel rekið land sem eigi eftir að vegna vel.

Vaxtahækkun Seðlabankans í gær vakti athygli víða um heim og var fjallað um hana í mörgum helstu fjölmiðum. Portes hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál í þaula og m.a. skrifað um þau ýtarlega skýrslu.

Í viðtalinu á CNBC sagði Portes, að það færi eftir tilfinningunni á markaðnum hvernig þróunin verði. Allir væru að tala Ísland niður um þessar mundir, og ástæðan væri líklega sú, að allir væru að skortselja Ísland; margir miðlarar væru að reyna að ýta bæði íslenskum hlutabréfum og gengi krónunnar niður og til þessa hefðu þeir grætt á því. Ef íslenskum stjórnvöldum tækist að snúa þessari þróun við myndu spákaupmennirnir brenna sig.

Þá sagði Portes, að margt hefði verið ofsagt um „íslenska bankavandamálið." Íslensku bankarnir væru traustir og vel reknir og stoðir þeirra væru mun traustari en margra þeirra norrænu banka, sem þeir væru bornir saman við og þeir ættu enga „eitraða pappíra".

Viðtal CNBC við Richard Portes

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka