Gull tapi síður verðgildi

Halldór Björn Baldursson og Zhenwei Wang frá Auvesta Edelmetalle AG.
Halldór Björn Baldursson og Zhenwei Wang frá Auvesta Edelmetalle AG. mbl.is/Árni Sæberg

Innbyggðir eiginleikar gulls gera það að verkum að það hefur í árþúsundir haldið kaupmætti sínum og er sögulega séð talið vera ein besta vörnin gegn verðbólgu. Gull er einnig örugg höfn fyrir fjárfesta á viðsjárverðum tímum, til að mynda vegna stríðsátaka sem nú geisa í Úkraínu og Mið-Austurlöndum.

Þetta segir Halldór Björn Baldursson, framkvæmdastjóri og eigandi gullmarkaðurinn.is, í samtali við ViðskiptaMoggann. Tilefnið er stofnun á íslenskum gullmarkaði sem að sögn Halldórs verður sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Hann segir að búið sé að opna vefsíðu markaðarins, sem gerir landsmönnum kleift að fjárfesta í gullmyntum og -stöngum frá helstu gullframleiðendum heims.

„Gull er raunveruleg verðmæti sem fólk getur fjárfest í á viðsjárverðum tímum og eiginleikar gulls gera það að verkum að það hækkar í verði. Af þeim sökum er gull góð trygging gegn niðursveiflum á fjármálamörkuðum,“ segir Halldór, spurður nánar um gullfjárfestingar.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Uppfært 6. maí 

Áður sagði í fréttinni að vefsíða gullmarkaðarins opni í september. Hið rétta er að búið er að opna vefsíðuna. Þetta hefur verið uppfært í fréttinni. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK