Styrking dalsins þrýstir á olíuna

Gengi evrunnar mót Bandaríkjadal hefur snarlækkað í kjölfar vaxtaákvörðunar evrópska seðlabankans í gær. Síðdegis á evrópskum mörkuðum kostaði evran 1,506 dollara miðað við 1,533 dollara í gær. Það er 1,8% lækkun út frá sjónarhóli evrunnar og markar fimm mánaða hámark dollarans gegn evrunni.

Pundið lækkaði einnig gagnvart dollaranum, um 1,2%, og kostaði eitt pund 1,921 dollara nú síðdegis. Líkt og evrópski seðlabankinn hélt Englandsbanki stýrivöxtum sínum kyrrum fyrir í gær.

Olíuverð lækkaði um 3% með sterkari dollara og fór niður í 116,4 dali á fatið. Olíukaup þykja með öruggari fjárfestingum en við styrkingu gjaldmiðilsins má ætla að dollaraeigendur hafi varpað öndinni léttar og lagt í áhættumeiri viðskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK