Efnahagsbata spáð í Evrópu seinnihluta 2009

Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Aðalstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Vöxtur í Evrópu mun dragast snöggt saman áður en úr fer að rætast seint á árinu 2009. Minnkandi verðbólga veitir stjórnvöldum svigrúm til að einbeita sér að draga úr áhrifum samdráttarins. Samhæfðar aðgerðir á sviði áfallastjórnunar muni hjálpa til að koma á stöðugleika í fjármálakerfinu.

Þetta eru þrjár megin niðurstöður í nýrri álfuskýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir Evrópu. Þar segir einnig að að Evrópa standi nú frammi fyrir alvarlegustu fjármálakreppu svo áratugum skipti. Hægt hefur á framboði lánsfjár  og innlend eftirspurn veikist um alla álfuna. Á sama tíma hafi fyrri hækkanir á hrávöru ýtt undir verðbólgu í neysluvöru og þannig dregur í neyslu.

Í þróaðri hluta Evrópu er gert ráð fyrir mildum samdrætti til skemmri tíma. Verg landsframleiðsla er talin lækka í 1,3% í ár og í 0,2% 2009 (lækkun úr 2,8% 2007).  Vöxtur veikist einnig í nýmarkaðsríkjum álfunnar en ráðstafanir sem gripið hafi verið til af mörgum ríkisstjórnum í Evrópu ættu að halda kreppunni í skefjum og gert er ráð fyrir viðsnúningi í framleiðslu seinnihluta árs 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK