Tilkynntu ekki kaup

Reuters

Sex framkvæmdastjórar hjá Glitni keyptu mikið magn af hlutabréfum í bankanum degi áður en nýtt skipurit bankans var kynnt á síðasta ári. Með þessum hætti þurfti bankinn ekki að tilkynna um kaupin til Kauphallarinnar þar sem þeir voru ekki orðnir framkvæmdastjórar þegar kaupin áttu sér stað.

„Þarna voru menn ekki komnir í framkvæmdastjórn formlega og því var ekki skylt að tilkynna þetta,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður Íslandsbanka, áður Glitnis. Hann segir að tilkynnt hafi verið um einhver kaup þar sem kaupendur höfðu stöðu innherja þegar kaupin áttu sér stað.

Margir framkvæmdastjóranna fengu lán hjá Glitni til að fjármagna hlutabréfakaupin í gegnum sérstök eignarhaldsfélög í sinni eigu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK