Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í Asíu í nótt og í morgun en svo virðist sem fjárfestar hafi áttað sig á því að hráolíubirgðir hefðu minnkað í Bandaríkjunum og hvað það þýðir fyrir bandarískt efnahagslíf. Minni birgðir virtust lítil áhrif hafa í New York í gærkvöld er hráolía lækkaði mikið í verði.

Í morgun hefur hráolía til afhendingar í desember hækkað um 94 sent á NYMEX markaðnum í New York og er 81,34 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía til afhendingar í janúar hækkað um 77 sent og er 84,05 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK