Kerfið streitist á móti

Einar Stefánsson.
Einar Stefánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðiskerfið mætir tæknilausnum frumkvöðla af kurteislegu áhugaleysi. Heilbrigðiskerfið verður þannig af tækifærum til þess að auka skilvirkni og mæta áskorunum sem skapast vegna mikils álags á kerfinu sem komið er að þolmörkum. Um leið ná tæknilausnir ekki að þróast og samfélagið allt verður af gríðarlegri verðmætasköpun.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Einar Stefánsson, fyrrverandi prófessor í augnlækningum og stofnanda frumkvöðlafyrirtækja í heilbrigðisgeiranum, í ViðskiptaMogganum í dag.

„Það er öllum ljóst sem hafa komið á bráðamóttöku Landspítalans eða reynt að fá tíma hjá heimilislækni að kerfið er við það að springa. Á næstu fimm árum mun fólki yfir áttrætt fjölga um 28% og á næstu tuttugu árum mun fjöldi þeirra tvöfaldast. Það vita það allir að það er hvorki til mannafli né fjármagn til þess að mæta fjórðungsaukningu í þessum hópi, og hvað þá tvöföldun, í kerfi sem nú þegar stendur vart undir sér,“ segir Einar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra nýsköpunar þekkir vandann sem Einar lýsir vel. Hún segir það í forgangi hjá ráðuneyti hennar að greiða leið nýsköpunar inn í heilbrigðiskerfið.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum  í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK