Svona leysir þú ágreining í vinnunni

Brynja Bragadóttir Phd í sálfræði og stjórnunaráðgjafi hjá Greiningu og …
Brynja Bragadóttir Phd í sálfræði og stjórnunaráðgjafi hjá Greiningu og lausnum.

„Í fyrirtæki þar sem tveir eða fleiri starfa er óhjákvæmilegt að ágreiningur komi upp. Við þekkjum flest ef ekki öll dæmi um slík tilvik. Við þekkjum líka flest þær afleiðingar sem ágreiningur getur haft (reiði, pirringur o.s.frv.) Raunin er þó sú að ágreiningur þarf ekki endilega að vera neikvæður. Ef vel er leyst úr ágreiningi, þá getur hann haft ýmsar jákvæðar afleiðingar,“ segir Brynja Bragadóttir, Phd í sálfræði og stjórnunarráðgjafi hjá Greiningu og lausnum.

Hér eru dæmi að mati Brynju sem hjálpa fólki að synda í land þegar öldugangurinn er sem mestur í mannlegum samskiptum á vinnustaðnum:

Aukinn skilningur á aðstæðum. Um leið og fólk fer að tala saman þá verður það meðvitaðra um aðstæðurnar. Fólk áttar sig líka á því að hægt er að sjá hlutina frá ólíkum sjónarhornum.  

Aukinn samheldni í hóp. Takist hópi að leysa vel úr ágreiningi, þá er líklegt að aukið traust skapist í hópnum og að fólki gangi betur að vinna saman. 

Aukin sjálfsþekking. Ágreiningur þvingar oft fólk til að skoða sig sjálft („Hvaða þarfir hef ég?“, „Hvaða væntingar hef ég?“ o.s.frv.). Slík sjálfskoðun hjálpar fólki að skerpa á eigin áherslum.

Ef hins vegar ekki tekst að leysa ágreining, þá geta afleiðingarnar verið slæmar – bæði fyrir einstaklinga (reiði og vanlíðan) og vinnustaðinn í heild (erfiðleikar í hópastarfi, verri starfsandi o.fl.). 

Hvernig er þá best að taka á ágreiningi?

Sú nálgun sem virkar hvað best felst í því aðhugsa í lausnum. Dæmi um lausnamiðaða nálgun:

Skref 1 – Að skilgreina aðstæður. Þetta fyrsta skref snýst um að aðilar átti sig á því að ágreiningurinn er vandamál sem þarfnast úrlausnar. Ef þú átt hlut í máli, leggðu þá áherslu á að þú sért að lýsa þinni upplifun á vandanum.

Skref 2 – Að safna upplýsingum. Hérna eruð þið að skoða undirliggjandi orsakir vandans. Spyrjið samstarfsfélagann um hans sýn á vandamálið. Reyndu að skilja þær skoðanir og hvatir sem liggja að baki hans sjónarmiði. Reyndu jafnframt að skilja ágreininginn á hlutlægan hátt. Hefur ágreiningurinn áhrif á frammistöðu mína/okkar? Hefur hann áhrif á viðskiptavininn? Veldur hann erfiðleikum í hópnum?

Í þessu skrefi skiptir ennfremur máli aðskilja að málefni og persónur. Staðhæfingar eins og að samstarfsfélaginn sé „þrjóskur“ eða „erfiður“ gera lítið gagn og hafa jafnvel neikvæð áhrif á lausnavinnuna. 

Skref 3 – Myndið samkomulag um eðli vandans. Þetta skref getur verið erfitt þar sem við sjáum oft hlutina frá ólíkum sjónarhornum. En ef finna á lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við, þá er nauðsynlegt að taka það. Takist ykkur ekki að ná samkomulagi, þá þurfið þið a.m.k. að skilja sjónarhorn hvors annars.    

Skref 4 – Ræðið mögulegar lausnir. Þetta næstsíðasta skref felst í því að halda fund þar sem ýmsar mögulegar lausnir eru ræddar. Hér skipti máli að vera opinn fyrir öllum hugmyndum, líka þeim sem þú hefur ekki hugleitt. 

Skref 5 – Veljið lausn. Hér gæti ágreiningurinn verið leystur, þ.e. ef þið komist að samkomulagi um bestu lausn á honum. Hins vegar getur verið að skoðanir ykkar séu of ólíkar og þar af leiðandi að ekki hafi enn fundist lausn. Hér þarf að grípa til aðferða eins og sáttamiðlunar. Sáttamiðlun snýst um það að velja lausn sem uppfyllir a.m.k. að hluta til þarfir beggja.

Þegar lausn hefur verið valin, þá skiptir máli að skilgreina aðgerðir. Einnig er mikilvægt að fylgja málinu eftir. Það er, kanna þarf að ákveðnum tíma liðnum hvort vandinn sé úr sögunni. Sé vandinn enn til staðar þarf að hefja ferlið að nýju.

Því fyrr sem tekið er á málum, því betra

Eins og fram hefur komið, þá skiptir máli að bregðast við ágreiningi. Því fyrr sem það er gert, því betra. Ef ekki er tekið á málum hratt og vel, þá er hætt við að einstaklingar og vinnustaðurinn í heild hljóti skaða af. Í þessari grein er mælt með því að fara lausnamiðaða leið, þar sem aðilar ræða vandann og mögulegar lausnir á honum. Í ferlinu er mikilvægt aðræða málefni,ekki persónur. Ef þetta er gert og svo fremi sem báðir aðilar leggja sig fram, þá eru góðar líkur á að ágreiningur leysist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda