Flakkar á milli Húsafells og Garðabæjar og nýtir tímann vel

Unnar Bergþórsson hótelstjóri á Hótel Húsafelli notar bílinn sinn sem skrifstofu en hann býr bæði í Garðabæ og í Húsafelli. Kærasta hans, Tinna Alavis, býr í bænum með börnin og segir Unnar frá því í Hring­ferðarviðtali í tengsl­um við 110 ára af­mæli Morg­un­blaðsins að hann reyni að vera meira í bænum núna eftir að þau eignuðust annað barn í nóvember. 

„Ég flakka á milli. Ég er með höfuðstöðvarnar hér og fer svo í bæinn eins oft og ég get. Það er misjafnt eftir tímabilum. Þegar það er mikið að gera þá er ég meira hér en þegar það er minna að gera þá er hann meira í bænum með fjölskyldunni,“ segir Unnar og segir í léttum dúr að það vanti fleiri starfsmenn ef Hótel Húsafell á að stækka meira. 

„Ég er svo heppinn að ég hef fengið góðan stuðning frá fjölskyldunni. Meðan við vorum að opna hótelið þá bjuggum við fjölskylan hér í tvö ár. Þegar dóttir mín varð eldri og tími var kominn að fara í skóla þá fluttu þær aftur í bæinn og ég hef flakkað á milli. Það getur verið krefjandi stundum. Maður nýtir tímann gríðarlega vel í bílnum í fundasrhöld. Ég er alltaf á fjarfundum í bílnum. Maður venst þessu,“ segir Unnar. 

Unnar Bergþórsson hótelstjóri á Hótel Húsafelli.
Unnar Bergþórsson hótelstjóri á Hótel Húsafelli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál