Eru tækifæri í áföllunum sem fólk verður fyrir?

Gunnlaugur Guðmundsson stjöruspekingur segir að fólk verði að líta á áföll og krísur sem tækifæri. Hann segir að það gerist alltaf reglulega að það þurfi að brjóta lífið upp og þá sé það undir okkur komið hvernig við vinnum úr hlutunum. 

Þegar Gunnlaugur var beiðinn um að skoða 2024 sagði hann að það færi algerlega eftir því á hvaða orkustigi fólk væri. 

„Framtíðin er lestrarstöð. Ef þú vinnur með orkuna þína þá ferðu í lest sem er á uppspíral en ef þú gerir það ekki þá er lest niðurspíralsins. Ég er hættur að reyna að spá fyrir um atburði. Ég vil hjálpa fólki skilja orkuna sína þannig að það fari í lest sem liggur upp á tind hæfileikanna - ekki niður. Þetta er í raun ekkert svo óskaplega flókið,“ segir Gunnlaugur Guðmundsson einn þekktasti stjörnuspekingur landsins sem hefur verið í faginu í um 50 ár.

„Við höfum frjálsan vilja. Við getum orðið besta útgáfan af okkur sjálfum ef við viljum með góðu mataræði, líkamsrækt og orkuvinnu. Ég kalla orkuvinnu þriðju heilsustöðina,“ segir Gunnlaugur. 

Þegar hann er spurður að því hvort það sé alvarið undir okkur sjálfum komið hvernig við tökumst á við hlutina segir hann að lífið sé erfitt. 

„Við lendum í erfiðleikum og við lendum í krísum. Alltaf þegar ég lendi í krísu, sem ég hef lent í slatta af í mínu lífi, ég er í hættu. Áfallið er hætta, en hvar er tækifærið. Þetta er í raun það sama og þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Hvar eru tækifærið? Þú ræður ekki við áfallið en þú stjórnar viðbrögðum þínum. Það eru yfirleitt alltaf tækifæri,“ segir Gunnlaugur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál