Fyrrverandi fyrirsæta ósátt með feitar fyrirsætur

Cheryl Tiegs virðist hafa áhyggjur af viðhorfi fólks til feitra …
Cheryl Tiegs virðist hafa áhyggjur af viðhorfi fólks til feitra kvenna. AFP

Fyrrverandi fyrirsætan Cheryl Tiegs sem nú er orðin 68 ára er hreint ekki ánægð með tímaritið Sports Illustrated fyrir að lofsyngja „óheilbrigðar“ konur en tímaritið vakti nýverið athygli fyrir að birta myndir af fyrirsætunni Ashley Graham sem telst í yfirþyngd. Tiegs er viss um að það sé ekki heilsusamlegt að vera með mitti sem er meira en 89 cm í ummál.

Þessi ummæli Tiegs hafa vakið mikla athygli og reiði hjá sumum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt umboðsskrifstofunni Ford Models er ummál mittis Graham tæpir 75 cm.

„Mér líkar ekki þegar talað er um „íturvaxnar“ konur vegna þess að það er verið að fegra hlutina. Mitti kvenna ætti ekki að vera meira en 89 cm í ummál,“ sagði Tiegs í viðtali við E! News. Þess má geta að Tiegs sat sjálf fyrir á síðum í Sports Illustrated á sínum tíma.

„Ég held að hún sé ekki hraust. Hún er andlitsfríð en ekki heilsuhraust að mínu mati.“

„Þú heyr­ir eng­an tala um magr­ar fyr­ir­sæt­ur“

Ashley Graham birtist nýverið á síðum Sports Illustrated.
Ashley Graham birtist nýverið á síðum Sports Illustrated. Ben Gabbe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál