„Ég hef aldrei verið jafnnálægt því að fá mér í glas“

Maríanna Pálsdóttir snyrtifræðingur á Snyrtistofu Reykjavíkur sagði frá því í Dagmálum að hún hefði sjaldan verið eins nærri því að fá sér áfengi og þegar hún var stödd á Ítalíu á dögunum. 

Forsaga málsins er sú að Maríanna hætti að drekka áfengi 17. október fyrir tæplega tveimur árum og á þeim tíma hefur hana ekki langað í áfengi. Hún hefur sótt fundi til þess að halda sér á beinu brautinni og segir það furðulega upplifun að hafa verið svona stutt frá því að fá sér. 

„Fyrir tveimur árum hætti ég að drekka áfengi. Ég tók það út því mér fannst ég ekki ráða við það. Ég byrjaði að stunda AA fundi og er alltaf tilbúin til þess að fá hjálp,“ segir Maríanna sem var nýbúin í fjallgöngu og komin upp á hæsta tind Ischia á Ítalíu þegar löngunin í áfengi varð svo sterk að hún þurfti hjálp. 

„Í hlíðunum þar eru allir að búa til sín vín. Á Ischia eru tvö af bestu vínum Ítalíu framleidd. Ég kem þarna upp á toppinn og var að kafna - ég var svo þreytt. Ég sé vín út um allt og þá triggerast hausinn minn. Ég hugsa með mér að ég verði bara að fá mér eitt vínglas. Ég er þarna komin og er orðin pirruð því allt vínið triggeraði mig svo mikið. Mig langaði svo í drykk eða vínglas. Ég hugsaði með mér hvernig ætla ég að koma mér út úr þessu,“ segir Maríanna sem tók til sinna ráða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál