Vann á athyglisbrestinum með því að hætta að borða sykur

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur segir að fólk þurfi að læra inn á sig. Hann hætti að borða sykur og fór að hugleiða til að ná betri tökum á sér. Hann segist myndi örugglega fá ADHD greiningu ef hann færi í hana en hann hefur náð að vinna með orkuna. Þetta hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum því hann vann yfir sig um tíma.  

„Ég lenti í kulnun en mér datt ekki í huga að tala um það opinberlega,“ segir Gunnlaugur í Dagmálum Morgunblaðsins. 

Þegar hann er spurður að því hvort fólk sé að ofnota orðið kulun segir hann það ekki fjær lagi. 

„Maður þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Ég er svolítið á móti öllum þessum greiningum, ADHD. Við ofnotum það. Þetta er orka sem við getum lært að vinna með. Ég var með bullandi athyglisbrest. Ég þurfti að læra að vinna með þessa orku. Þetta er ímyndurafl og innsæi sem ég þurfti að læra að beisla með því að nota hugleiðslu og borða ekki sykur. Sofa vel og þá næ ég að hreinsa hugann. Ég er með miklu skýrari huga í dag en ég var fyrir 30 árum því ég hef lært að vinna með þessa hluti,“ segir Gunnlaugur. 

Hann þekkir það af eigin raun að klára orkuna og þegar það gerðist þá tók hann sér frí frá stjörnuspekinni og tók meira próf. Í framhaldinu fór hann að vinna fyrir Akstursþjónstu fatlaðra. Hann segir að það hafi veitt honum innsýn inn í nýja heima. 

„Lífið er hringrás. Þú verður að gefa og hlaða. Það er ekkert leiðinlegra en manneskja sem er að gaspra í fjölmiðlum og hefur ekkert að segja. Ég var bara orðinn tómur. Ég vildi endurnýja mig. Ég er búinn að gera kort í 50 ár. Ég vildi finna fagið fyrir mig. Ég tók mig til og skrifaði nokkrara bækur sem enn hafa ekki komið út. Hver maður eru margir menn,“ segir Gunnlaugur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál