Kókaín-neyslan bættist við drykkjuna

Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína.
Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína. mbl.is/StockPhotos

Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Lausn­inni fjöl­skyldumiðstöð, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hann spurn­ingu frá margra barna móður sem komst ný­lega að því að maður­inn henn­ar væri að nota fíkni­efni. 

Sæll Valdi­mar,

Ástandið á heim­ili mínu hef­ur ekki verið upp á marga fiska mjög lengi. Maður­inn minn drekk­ur mikið en á dög­un­um komst ég að því að hann hef­ur verið að fá sér kókaín við og við. Aðallega um helg­ar þegar hann hitt­ir vini sína. Hann seg­ir að þetta sé ekki vanda­mál en ég verð að játa að þetta sló mig.

Hann hef­ur farið í marg­ar meðferðir gegn áfeng­is­fíkn sinni en svo virðist alltaf bæt­ast ofan á eins og þess­ar nýj­ustu frétt­ir herma.

Ég veit þú seg­ir við mig að ég eigi bara að skilja við hann og láta hann vita að farið hafi fé betra en ein­hvern veg­inn get ég það ekki. Við erum með fullt hús af börn­um og ég treysti mér ekki til að vera ein með krakka­stóðið.

Ertu með ein­hverja ein­falda lausn fyr­ir mig svo ég geti lifað með rugl­inu?

Kær kveðja,

Ein í bobba

 

Góðan dag­inn „ein í bobba“ og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Þegar kem­ur að vanda­mál­um tengd­um mis­notk­un á áfengi og öðrum vímu­gjöf­um eru ein­fald­ar lausn­ir ekki á hverju strái. Vand­inn verður marg­flók­inn og al­var­leg­ur þegar þörf­in fyr­ir vímu­gjafa er orðin svo mik­il að óheil­brigt líf og erfiðleik­ar í nán­um sam­bönd­um eru ekki næg­ar ástæður til að stöðva neysl­una. Um það bil einn af hverj­um fimm karl­mönn­um og ein af hverj­um tíu kon­um leita til SÁÁ á ein­hverj­um tíma­punkti vegna erfiðleika í tengsl­um við áfeng­is­drykkju og/​eða vímu­efna­neyslu. Það er því ljóst að fjöl­marg­ir eru í hlut­verki aðstand­enda þessa fólks og standa frammi fyr­ir erfiðum verk­efn­um og ákvörðunum hvað þessi mál varðar. Því miður verða allt of marg­ir meðvirk­ir ástand­inu og týna sér í hugs­un­um, áhyggj­um og gremju yfir hegðun þeirra sem eiga við vand­ann að stríða. Þessu fylg­ir gjarn­an mikið ráðal­eysi og van­mátt­ur yfir því að stíga ein­hver skref.

Góðu frétt­irn­ar eru að það eru leiðir til þess að bæta líf sitt og líða bet­ur þrátt fyr­ir að ytri aðstæður breyt­ist jafn­vel ekki. Það sem ég ráðlegg öll­um er að setja skýr mörk og halda sig við þau. Það fel­ur meðal ann­ars í sér að „segja það sem manni finnst“ og „hvað það er sem maður vill“. Það er ekki þar með sagt að aðrir verði að fara eft­ir því sem maður seg­ir, en all­ir hafa rétt á því að segja hvað þeim finnst og hvað þeir vilja og svo má ræða það bet­ur hvort góð rök breyti ein­hverju þar um. Það get­ur eng­inn metið fyr­ir þína hönd hvort þú átt að fara úr sam­band­inu eða ekki, þú ein get­ur ákveðið það. Ef um of­beldi er að ræða er mik­il­vægt að leita sér fag­legr­ar aðstoðar hvað það varðar.

Ég mæli með því að þú vinn­ir að því að gera það sem er gott fyr­ir þig. Ein­beit­ir þér að því sem skipt­ir þig máli og fær­ir fókus­inn af vanda­mál­um mak­ans eins og mögu­legt er. Hann þarf að finna sína leið hvað þenn­an vanda varðar.

Það get­ur verið erfitt að taka fyrstu skref­in en um leið og þú ferð af stað kem­ur í ljós að leiðin er ekki eins kvíðvæn­leg og við erum búin að ímynda okk­ur. Til þess að hjálpa þér á þess­ari leið mæli ég til dæm­is með fjöl­skyldu­nám­skeiði hjá SÁÁ sem snýr að aðstand­end­um alkó­hólista. Meðvirkni­nám­skeið hjá Lausn­inni eru vett­vang­ur sem marg­ir nýta sér og einnig mæli ég með viðtöl­um hjá ráðgjafa sem þekk­ir til fíknitengdra vanda­mála og meðvirkni. Að lok­um bendi ég á Al-anon sam­tök­in sem góða leið til að viðhalda og styrkja þær aðferðir sem þú þarft að nota til þess að geta átt betra líf, hvort sem þú ákveður að vera áfram í sam­band­inu eða ekki.

Kær kveðja, 

Valdi­mar Þór Svars­son, ráðgjafi hjá Lausn­inni fjöl­skyldumiðstöð. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mari spurn­ingu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Lausn­inni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda