Ertu útbrunninn?

„Ég man eft­ir því að sitja fyr­ir fram­an vin­konu mína sem vinn­ur sem ráðgjafi og var að segja henni frá því að ég væri að upp­lifa óstjórn­leg­an kvíða, hrein­lega skalf yfir dag­inn og lítið þurfti til að auka kvíðann veru­lega, svo mikið að ég var nán­ast lamaður á köfl­um. Ég skildi ekk­ert í þessu, ég sem er alltaf svo kraft­mik­ill og hrein­lega leita uppi krefj­andi áskor­an­ir,“ seg­ir Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu, í sín­um nýj­asta pistli:

Þessi góða vin­kona var nógu heiðarleg til þess að segja mér hvað henni fannst. Hún horfði ákveðin í aug­un á mér og sagði „Valdi­mar, þú veist al­veg af hverju þetta er er það ekki!?“ Það var nán­ast eins og hún væri pirruð út í mig fyr­ir að fatta ekki eitt­hvað sem öðrum væri aug­ljóst. En ég var ekki al­menni­lega að skilja hvað gæti verið að og bað hana um að segja mér hvað hún væri að meina. „Það er allt of mikið að gera hjá þér!“ sagði hún nán­ast með þjósti en var virki­lega að leggja sitt af mörk­um til þess að veita mér aðstoð.

Hún vildi meina að ég þyrfti að ein­falda lífið mitt, strax! Ég varð að viður­kenna fyr­ir sjálf­um mér að ég vissi innst inni að álagið væri full­mikið. Á þess­um tíma var ég ný­lega flutt­ur heim frá út­lönd­um með fjöl­skyld­una, var í sex fög­um í meist­ara­námi í há­skóla, var ný­lega tek­inn við starfi sem fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is í vexti, var að vinna auka­lega við að halda fyr­ir­lestra og nám­skeið auk annarra hliðar­verk­efna og hafði átt í erfiðri bar­áttu við al­var­leg veik­indi í nokk­ur ár. Ef á ein­hverj­um tíma­punkti ég hefði raðað því sem ég var að gera inn í tíma­töflu þá hefði ég fljótt séð að þetta var eng­an veg­inn að ganga upp, ekki séns. En ég var samt að reyna og það sem meira var, jafn­vel eft­ir að vin­kona mín sagði þessi orð og ég vissi að ég þyrfti að ein­falda líf mitt, þá átti ég samt erfitt með að fara í þær fram­kvæmd­ir. Mér fannst auðveld­ara að taka að mér meira af verk­efn­um held­ur en að fækka þeim, sem er ein­mitt eitt ein­kenni þess að vera kom­inn í ástand sem leiðir til út­brennslu. Það voru erfið skref að viður­kenna van­mátt­inn og ég skammaðist mín svo­lítið fyr­ir að fækka fög­un­um í há­skóla­nám­inu úr sex niður í þrjú, ég þurfti virki­lega að taka á hon­um stóra mín­um til þess. Seinna átti ég eft­ir að kom­ast að því að ég hefði þurft tals­vert meiri til­tekt til þess að kom­ast hjá út­brennsl­unni sem ég síðar fór inn í.

Það er ekki ólík­legt að þú sért að velta fyr­ir þér hvort verið geti að þú eða ein­hver sem þú þekk­ir sé út­brunn­inn ef þú ert enn að lesa þessa grein. Útbrennsla eða kuln­un er and­styggðarástand sem fjöl­marg­ir eru að glíma við og til­fell­um virðist fjölga veru­lega um þess­ar mund­ir. Í lang­flest­um til­vik­um þegar rætt er um út­brennslu er það í tengsl­um við vinnu, að fólk sé að brenna út vegna þess að það vinni of mikið. Það er sann­ar­lega oft stór þátt­ur í því af hverju fólk brenn­ur út en það þarf ekk­ert endi­lega að vera að vinn­an sé ástæða út­brennsl­unn­ar. Það er ekki ósenni­legt að stór hluti ástæðunn­ar fyr­ir því að svo marg­ir eru að brenna út um þess­ar mund­ir sé sú staðreynd að tug­ir þúsunda Íslend­inga misstu eig­ur sín­ar fyr­ir 10 árum í efna­hags­hrun­inu. Það gæti ein­hverj­um þótt lang­sótt þar sem svo langt er um liðið en það er staðreynd að marg­ir hverj­ir hafa verið í mjög lang­an tíma að vinna úr því ástandi og eru jafn­vel enn. Þetta bitnaði ekki síst á barna­fjöl­skyld­um og ein­stæðum for­eldr­um, þótt vissu­lega hafi þetta bitnað á flest­um hóp­um þjóðfé­lags­ins. Þetta áfall sem það var fyr­ir fólk að missa eign­ir sín­ar og langvar­andi erfiðleik­ar við að ná aft­ur tök­um á fjár­hagn­um, hús­næðismál­um og at­vinnu eru sann­ar­lega langvar­andi streitu­vald­ur. Það er gríðarleg­ur streitu­vald­ur að búa við fjár­hags­legt óör­yggi og óvissu.

Rann­sókn­ir staðfesta að óör­yggi og áhyggj­ur af fjár­hag geta leitt til kvíða og langvar­andi kvíði leiðir til þung­lynd­is. Þegar djúp kreppa varð í Finn­landi árið 1990 varð veru­leg aukn­ing í al­var­leg­um vanda­mál­um svo sem lang­tíma­ör­orku ungs fólks og fjölg­un barna­vernd­ar­mála á ár­un­um 2000 til 2007, 10 til 17 árum eft­ir krepp­una. Hvoru tveggja er að eiga sér stað á Íslandi, það er að segja aukn­ing ör­orku og fjölg­un barna­vernd­ar­mála.

Ofan á langvar­andi álag af hrun­inu sem snert­ir svo marga á einn eða ann­an hátt eru í dag kunn­ug­leg­ir tím­ar á Íslandi. Kaup­mátt­ur­inn hef­ur verið að aukast og eng­inn vill missa af gleðinni. Kraf­an er há­vær um að taka þátt, mennta sig meira, vinna sig upp, ná ár­angri á sem flest­um sviðum, eiga fín­an bíl, fara á skíði til Ítal­íu eða liggja í sól­inni á Tene. Ofan á það bæt­ist fyr­ir barna­fólk að tryggja að börn­in séu virk í tóm­stund­um og íþrótt­um, tala nú ekki um að mæta í rétt­um föt­um á blá­um og bleik­um dög­um, lopa­peysu­dög­um, rétt nesti á spar­in­est­is­dög­um og svo fram­veg­is.

Dag­lega koma jafn­vel marg­ir tölvu­póst­ar með áminn­ing­um og upp­lýs­ing­um um eitt­hvað sem þarf að muna og gera vegna skóla­göngu eða íþróttaiðkun­ar barn­anna. Þetta geta líka verið streitu­vald­ar. Það er mjög ríkt í Íslend­ing­um að meta sig eft­ir því hvað þeir eru dug­leg­ir, ef það er nóg að gera þá er allt í lagi. „Hvað seg­ir þú gott, er ekki alltaf nóg að gera?“

Þetta er al­geng spurn­ing sem seg­ir allt sem segja þarf. Ef innra verðmæti (sjálfs­virði) okk­ar er ekki full­nægj­andi, þá leit­um við eft­ir því að vera ein­hvers virði með því sem kall­ast ytra virði. Ytri verðmæti eru til dæm­is af­rek (dugnaður), tekj­ur, titl­ar, mennt­un, bíl­ar og hús svo eitt­hvað sé nefnt. Það er ekk­ert að því að vera harðdug­leg­ur, vel menntaður með mikl­ar tekj­ur, búa glæsi­lega, vera í góðri stöðu og jafn­vel með Porsche í hlaðinu, en ef við þurf­um þess til þess að okk­ur finn­ist við nóg, þá eru þetta orðnir streitu­vald­ar. Að þessu leyti hafði um­deild­ur fyr­ir­les­ari hár­rétt fyr­ir sér þegar hún talaði ný­lega um mik­il­vægi þess að við hefðum gott af því að vita að við erum nóg, óháð ytri þátt­um.

Útbrennsla verður til þegar við höf­um verið lengi und­ir miklu álagi, ástand sem í dag­legu tali kall­ast streita. Streita er eðli­legt ástand við ákveðin skil­yrði og til dæm­is ágæt til þess að ýta við okk­ur þegar við þurf­um að koma miklu í verk á skömm­um tíma. Streit­an verður meðal ann­ars til þegar við fær­umst mikið í fang og held­ur okk­ur í raun svo­lítið „á tán­um“ til þess að keyra okk­ur áfram í gegn­um krefj­andi verk­efni. Streita skap­ast við ýms­ar aðstæður sem erfitt get­ur verið að átta sig á. Það að fá mikla pen­inga get­ur valdið streitu, það að tapa pen­ing­um get­ur líka valdið streitu. Að verða ást­fang­inn get­ur verið streitu­vald­ur og að slíta sam­bandi er það líka. Að byrja í nýrri vinnu get­ur verið streitu­vald­ur, að missa vinnu er það líka. Að vera í námi, að taka próf, að eiga í erfiðum sam­skipt­um, að skulda pen­inga, að sofa illa, að missa ein­hvern ná­kom­inn, að veikj­ast, að sinna upp­eldi, að hreyfa sig of mikið, að hreyfa sig of lítið, að flytja, að vinna í hávaða og áreiti, allt eru þetta dæmi um mögu­lega streitu­valda sem geta þegar safn­ast sam­an valdið langvar­andi streitu og leitt til út­brennslu á end­an­um. Við erum mis­jafn­lega sterk þegar kem­ur að þoli fyr­ir streitu­völd­um en á end­an­um geta all­ir brotnað und­an of miklu álagi í of mik­inn tíma. Þetta er eins og með bíl sem ekki er smurður. Sum­ir tóra ótrú­lega lengi, vél­arn­ar bara ganga og ganga, en á end­an­um bræða þær úr sér, sum­ar fljótt en aðrar síðar.

Útbrennsla er al­var­legt ástand sem lýs­ir sér sem al­gjört þrot á sál og lík­ama. Það er því tals­verður mun­ur á því ann­ars veg­ar að vera orðinn kvíðinn, þreytt­ur, jafn­vel far­inn að upp­lifa væg ein­kenni þung­lynd­is og svo hins veg­ar að vera kom­inn í út­brennslu­ástand eða kuln­un. Þegar fólk er komið í ástand sem sann­ar­lega flokk­ast und­ir út­brennslu þá má gera ráð fyr­ir að það taki marga mánuði eða ár að vinna sig út úr því ástandi og þann tíma þarf að lág­marka allt álag og streitu, í mörg­um til­vik­um vera al­veg frá vinnu. Það er því til mik­ils að vinna að skoða þau ein­kenni sem vitað er að koma sem und­an­fari út­brennsl­unn­ar og bregðast við í tæka tíð.

Ein­kenni langvar­andi streitu eru fjöl­mörg en sem dæmi má nefna fyrr­nefnt atriði að taka of mikið að sér, við bæt­um á okk­ur verk­efn­um í staðinn fyr­ir að fækka þeim, segj­um já þegar okk­ur lang­ar að segja nei. Önnur þekkt ein­kenni eru til dæm­is kvíðarask­an­ir, sveifl­ur í orku og minni drif­kraft­ur, löng­un til að gráta, auk­in þörf fyr­ir óholl­an mat eða sæl­gæti, auk­in kaffi- eða gos­drykkja­neysla, skap­gerðarbrest­ir, óþol­in­mæði og svefntrufl­an­ir (sofa of lítið eða mjög lengi). Lífið er orðið frek­ar erfitt, húm­or­inn týnd­ur, nei­kvæðni eykst, vanda­mál­un­um fjölg­ar, fólk í kring­um okk­ur verður pirr­andi og við drög­um úr sam­skipt­um og ein­angr­um okk­ur. Á þessu stigi erum við far­in að upp­lifa skort á and­legri og lík­am­legri orku, að við höf­um lítið að gefa og allt sem tek­ur ork­una okk­ar er trufl­andi. Marga lang­ar helst að fara und­ir sæng, borða nammi og sofa! Að sama skapi eykst gjarn­an af­neit­un­in á al­var­leika ástands­ins og sum­ir upp­lifa það sem árás á sig þegar aðrir koma með góðlát­leg­ar til­lög­ur til úr­bóta. Neysla áfeng­is, lyfja og annarra efna get­ur auk­ist við aukna langvar­andi streitu og við för­um að van­rækja okk­ur á ýms­um sviðum. Þegar vand­inn eykst og fær­ist yfir í út­brennslu má reikna með ein­kenn­um á borð við al­gjört áhuga­leysi, ekk­ert sem vek­ur til­hlökk­un, gleði eða von, til­finn­inga­leg­ur doði og sljó hugs­un, minn­istap, von­leysi, al­var­leg­ur kvíði, þung­lyndis­ein­kenni og upp­lif­un um að lífið sé til­gangs­laust.

Af þessu má sjá að bæði langvar­andi streita og út­brennsla eru ástand sem mik­il­vægt er að forðast og gera það sem hægt er til þess að fórna ekki því allra mik­il­væg­asta sem við eig­um, heils­unni og líf­inu sjálfu. Það er í raun ekki svo flókið að vinna gegn þess­um atriðum en það er eins og með svo margt annað, auðveld­ara að segja það en að gera það. Hér kem­ur til­laga að aðgerðaáætl­un fyr­ir þá sem finna sig í of­an­greind­um ein­kenn­um og vilja breyta lífi sínu þannig að þeim fari að líða bet­ur:

  1. Ein­faldaðu lífið, þetta er ekki kapp­hlaup og mundu að þú ert nóg! Hvar get­ur þú stytt vinnu­tíma, fengið frí, jafn­vel lengt helg­ina? Ertu í nefnd­um, störf­um, námi eða ein­hverj­um hlut­verk­um sem þú þarft ekki nauðsyn­lega að sinna? Eng­inn er ómiss­andi!
  2. Nýttu öll mögu­leg tæki­færi til að fara út í göngu­túra eða setj­ast í heit­an pott í sund­laug­un­um.
  3. Skrifaðu dag­bók og settu hug­leiðing­ar þínar á blað, líðan þína og hverju þig lang­ar að breyta.
  4. Taktu frá tíma fyr­ir þig, „þinn tími“ án áreit­is frá neinu eða nein­um.
  5. Kíktu á bóka­safn, á kaffi­hús eða aðra staði sem færa þér ró og and­lega nær­ingu.
  6. Tengdu þig við góða vini og fjöl­skyldu og gerðu meira af því sem þú hef­ur gam­an af.
  7. Stundaðu dag­lega hug­leiðslu, eins oft og þú get­ur komið því við. Hægt er að finna fjöl­marg­ar hug­leiðslur á YouTu­be og Spotify. In­sig­ht Timer er gott app þar sem finna má slak­andi hug­leiðslu. Ef þú aðhyll­ist trú er gagn­legt að hug­leiða og biðja bæn­ir í leiðinni.
  8. Reyndu að leggja áherslu á hollt mataræði og að drekka vatn frek­ar en koff­índrykki.
  9. Þeir sem finna meira fyr­ir kvíða og þung­lyndis­ein­kenn­um síðdeg­is ættu að prófa dag­ljósalampa sem fást í raf­tækja­versl­un­um. Nýta birtu þeirra að morgni dags.
  10. Lág­markaðu notk­un skjá­tækja og sam­skiptamiðla, sér­stak­lega á kvöld­in.
  11. Talaðu fyrr en síðar við lækni og/​eða ráðgjafa ef ástandið lag­ast ekki og segðu frá því hvað þú ert að upp­lifa.

Gangi þér allt í hag­inn!

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda