Greining sonarins var mikið áfall

Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður og fyrrverandi formaður bæjarráðs í Hafnarfirði er gestur vikunnar í hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt. Hann hefur látið til sín taka í málefnum fatlaðra síðustu ár.

Ágúst og eiginkona hans, Áslaug María Jóhannsdóttir, eignuðust son fyrir fimm árum en þegar hann var um það bil eins árs greindist hann CP hreyfihömlun. Ágúst segir að það hafi verið mikill áfall fyrir fjölskylduna. 

„Ég get bara sagt þér það og alveg einlægur með það að ég persónulega tæklaði þessar aðstæður ekkert sérstaklega vel sjálfur,“ segir Ágúst og játar að hann hafi farið langt niður andlega þegar þau hjónin fengu þessi ótíðindi af heilsufari sonarins.

Hann lét eigin líðan bitna á þeim sem áttu það síst skilið. Hann segir að það þurfi að halda betur utan um fjölskyldur sem fá áskoranir sem þessar og bendir á að ekkert geti undirbúið foreldra fyrir slíkar fréttir. 

Haraldur Þorleifsson hefur barist fyrir réttindum fatlaðra.
Haraldur Þorleifsson hefur barist fyrir réttindum fatlaðra. mbl.is/Ásdís

Römpum upp Ísland

Síðustu ár hefur Ágúst setið í stjórn Römpum upp Ísland sem hefur gjörbreytt lífi fjölda fólks. Hann segist vera alveg heiðarlegur með það að fyrir greiningu Teits hafi hann alls ekki verið svona meðvitaður um stöðuna í málaflokknum. Ágúst segir að það séu forréttindi að fá að taka þátt í þessari vinnu og fullyrðir að það skipti máli fyrir framtíðina. 

„Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir fólk eins og okkur sem erum í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á hlutina í samfélaginu og bætt þá, að við gerum það,“ segir Ágúst. Þannig berst talið að línunni á milli ríkis og sveitarfélaga og þeim átökum sem myndbirtast reglulega um málaflokka eins og málaflokk fatlaðara.

„Ég kann því mjög illa hvernig sumir sveitarstjórar og kjörnir fulltrúar stilla málaflokknum upp sem ástæðu fyrir því hvað þeim gangi illa að reka sveitarfélögin sín. Það er vondur og skaðlegur málflutningur,“ segir Ágúst sem hefur góða yfirsýn yfir málaflokkinn hafandi verið formaður bæjarráðs í einu stærsta sveitarfélagi landsins heilt kjörtímabil. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál