Er eðlilegt að 40 ára sonur lifi á 70 ára föður sínum?

Theodór Francis Birgisson segir að meðvirkni sé góðmennska sem fer …
Theodór Francis Birgisson segir að meðvirkni sé góðmennska sem fer úr böndunum. Samsett mynd

Theo­dór Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manneskju sem spyr hvort það sé eðlilegt að 70 ára faðir haldi fertugum syni sínum uppi. 

Sæll. 

Nú hef ég eina spurningu en ég þekki til fjölskyldu þar sem faðirinn er að verða kominn á sjötugsaldurinn og einn af sonum hans býr ennþá hjá honum. Sá er að verða fertugur og gerir ráð fyrir að sá faðir keyri hann og borgi flest fyrir hann. 
Er þetta bara meðvirkni? Sonurinn vill ekki borga neitt og segist alltaf blankur en getur svo leyft sér utanlandsferðir og fleira. Pabbinn segir alltaf að hann sé blankur og virðist ekkert sjá hvað hann eyðir eða kannski vill ekki sjá það. Vert að taka fram að pabbinn á ekki mikla peninga og leigir. Faðirinn er alltaf orðinn blankur vel fyrir enda mánaðarins vegna þess að hann eyðir öllu í son sinn. 

Kveðja, 

GJ

 

Er eðlilegt að 40 ára gamall sonur lifi á 70 …
Er eðlilegt að 40 ára gamall sonur lifi á 70 ára gömlum föður sínum? Getty Images/Unsplash

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Hér fer að mínu mati saman ábyrgðarleysi sonarins og meðvirkni föðurins. Meðvirkni er flókið fyrirbæri og mjög margir vitna í það án þess að vita í raun hvað verið er að tala um. Það er hægt að skrifa langar og flóknar greinar um meðvirkni en í mjög smækkaðri mynd má segja að meðvirkni sé góðmennska sem gengur í öfgar með þeim hætti að við meiðum okkur sjálf í viðleitni okkar til að láta örðum líða vel.

Hvort sem faðirinn er efnaður eða ekki er óeðlilegt að hann sé að framfæra fullorðin son sinn. Þarna á máltækið „sveltur sitjandi fugl en fljúgandi fær“ mjög vel við. Ef faðirinn á erfitt með að setja syni sínum mörk er mikilvægt fyrir hann að fá til þess aðstoð frá viðurkenndum fagaðila.

Kær kveðja,

Theodór

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Theodór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál