Konurnar sem sækja í yngri menn

Heidi Klum, Kris Jenner og Courtney Cox eru meðal þeirra …
Heidi Klum, Kris Jenner og Courtney Cox eru meðal þeirra sem hafa fundið ástina í örmum yngri manna. Samsett mynd

Konur í sviðsljósinu sæta oftar en ekki mikilli gagnrýni ef og þegar þær finna ástina í örmum yngri manna og vekja slík sambönd ávallt mikla athygli fjölmiðla sem og almennings enda hafa mörg þeirra endað í óreiðu en alls ekki öll. 

Samkvæmt rannsókn sem birtist á síðum Psychology Today á síðasta ári þá hafa rannsóknir sýnt það að konur sem eru meira en tíu árum eldri en karlkyns maki þeirra eru bæði ánægðari og öruggari með að skuldbinda sig í samböndum sínum samanborið við þær sem eru yngri eða nær maki sínum í aldri. 

Hér má sjá nokkrar þekktar konur sem hafa ræktað sambönd með yngri mönnum!

Priyanka Chopra og Nick Jonas

Tíu ára aldursmunur er á leikkonunni Priyönku Chopra og eiginmanni hennar, tónlistarmanninum Nick Jonas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera einn af meðlimum hljómsveitarinnar Jonas Brothers ásamt eldri bræðrum sínum. 

Chopra og Jonas sáust fyrst saman opinberlega á Met Gala viðburðinum árið 2017 en parið staðfesta ekki samband sitt fyrr en tæpu ári síðar og trúlofaði sig stuttu seinna. Þau biðu ekki lengi með að ganga í það heilaga en Chopra og Jonas giftust á Indlandi í lok árs 2018. Hjónin eiga eina dóttur sem þau eignuðust með aðstoð staðgöngumóður í janúar 2022. 

View this post on Instagram

A post shared by Priyanka (@priyankachopra)

Cameron Diaz og Benji Madden 

Sjö ára aldursmunur er á hjónunum Cameron Diaz og Benji Madden, en þau fundu ástina árið 2014 og gengu í hjónaband einu ári síðar. Hjónin kjósa að halda sig fjarri sviðsljósinu og eru sögð lifa rólegu fjölskyldulífi ásamt dóttur sinni sem fagnar fjögurra ára afmæli sínu um þessar mundir. 

Courtney Cox og Johnny McDaid

Bandaríska leikkonan Courtney Cox er 12 árum eldri en írski tónlistarmaðurinn Johnny McDaid, en þau hafa verið saman frá árinu 2013. Parið trúlofaði sig 2014 en tæpum fimm árum síðar sleit það trúlofuninni og ákvað að vera kærustupar um óákveðinn tíma. 

Heidi Klum og Tom Kaulitz

Þriðji eiginmaður fyrirsætunnar og sjónvarpsstjörnunnar Heidi Klum er 16 árum yngri en hún. Klum giftist Tom Kaulitz, gítarleikara hljómsveitarinnar Tokio Hotel, í ársbyrjun 2019 aðeins nokkrum mánuðum eftir að parið opinberaði samband sitt, en þau eru sögð hafa kynnst í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í mars 2018. 

Klum og Kaulitz láta aldursmuninn ekki hafa nein áhrif á sig og birta reglulega myndir frá sólríkum fríum og eldheitum stefnumótum. 

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

Kim Cattrall og Russell Thomas

Enska leikkonan Kim Cattrall, sem gerði garðinn frægan í hlutverki sínu sem Samantha Jones í Beðmál í borginni, er 14 árum eldri en sambýlismaður hennar Russell Thomas. Parið hefur verið saman frá árinu 2016 og hefur verið duglegt að ferðast og njóta samveru hvors annars. Cattrall er þrískilin. 

View this post on Instagram

A post shared by Kim Cattrall (@kimcattrall)

Kris Jenner og Corey Gamble

Ættmóðir Kardashian-fjölskyldunnar, Kris Jenner, hefur verið í sambandi með bandaríska leikaranum Corey Gamble frá árinu 2014, en 25 ár aðskilja parið. Jenner er fædd árið 1955 og Gamble árið 1980 og er hann því jafngamall þekktasta dóttir Jenner, Kim Kardashian. 

Parið kynntist skömmu eftir að Jenner sótti um skilnað frá seinni eiginmanni sínum, Caitlyn Jenner. 

View this post on Instagram

A post shared by Kris Jenner (@krisjenner)

Sienna Miller og Oli Green

Leik­kon­an Sienna Miller eignaðist á dögunum stúlkubarn með kær­asta sín­um, Oli Green. Parið op­in­beraði sam­band sitt snemma í ársbyrjun 2022 þegar þau mættu hönd í hönd í Óskar­spartí hjá Vanity Fair í fe­brú­ar. Miller er 15 árum eldri en Green.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál