Eitt ár liðið frá fyrsta kossinum

Lengi lifir ástin!
Lengi lifir ástin! Samsett mynd

Eitt ár er liðið frá því að Kristín Eysteinsdóttir og Signý Scheving Þórarinsdóttir deildu fyrsta kossinum, en þær fögnuðu ástinni með fallegri myndaseríu á Instagram í gær. 

Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, og Signý Scheving Þórarinsdóttir, aðstoðaryfirljósmóðir á Landspítalanum, fundu hvor aðra í byrjun síðasta árs og er óhætt að segja ástina hafa blómstrað alla daga síðan. 

Kristín og Signý skráðu sig í samband á Facebook í júní eftir ævintýralegar stundir, en parið ferðaðist mikið saman á síðasta ári og fór meðal annars í rómantíska ferð til Rómar.

„Eitt ár síðan ég kyssti þessa konu fyrst. Koss sem breytti lífi mínu,“ skrifaði Kristín við færsluna á Instagram.

„Koss sem breytti lífi mínu,“ skrifaði Kristín við færsluna á …
„Koss sem breytti lífi mínu,“ skrifaði Kristín við færsluna á Instagram.

Kristín skildi við Katrínu Oddsdóttur lögmann 2022 eftir 16 ára hjónaband. Þær eiga tvö börn saman á grunnskólaaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál