Krabbinn: Nýir möguleikar

Elsku Krabbinn minn, þú ert aðlaðandi og blíð persóna. Og þú lýsir upp líf margra, það er alveg kominn tími til að þú áttir þig á því. Þegar þú óhindrað deilir ótta þínum og óöryggi með öðrum, er eins og hann hverfi. Þú hefur svo ótalmargt að gefa og hjarta þitt er úr gulli, en lærðu á þessum dýrmæta tíma sem er fram undan að meta líf þitt og fegurðina í kringum þig betur.

Í því felst lykillinn að því að fá meira af því sem þú vilt inn í líf þitt. Blessaðu og talaðu vel um ástina sem er í lífi þínu, því hún er sönn. Fyrir þá sem eru að leita að félaga eða þrá ástina þá er það trúlega manneskja sem hefur komið inn í líf þitt í sumar eða þú munt hitta í kringum afmælisdag þeirrar persónu sem á eftir að lita líf þitt af ást.

Lífið er að færa þér nýja möguleika, þú þarft bara að skoða á réttum stöðum. Ef þér finnst allt vera í flækju, þá ertu ekki áð skoða á réttum stað. Þetta er eins og að fara í tölvuna að leita að einhverju sérstöku með rangt leitarorð. Lausnin þín er fólgin í einhverju sem hefur gerst áður hjá þér eða öðrum þér nátengdum, þú finnur hana um leið og þú róar hugann. Krafturinn þinn er sérstaklega sterkur í upphafi þessa mánaðar. Og þó að margt verði á síðustu stundu, skiptir það engu máli því þetta reddast.

Þér verður léttara um hjartaræturnar, þar sem þú ert að fara í eða ert byrjaður á gengur svo fallega. Þér hefur kannski ekki fundist þetta verkefni skipta öllu máli. En það er þannig að það tengir þig nýjum krafti og nýjum straumum. Það verður mikið af boðum og veislum í kringum þig og heimili þitt eða þar sem þú býrð verður eins og á fjörugri lestarstöð. Ég dreg eitt spil úr spilabunkanum mínum og þar segir: Nýtt og betra líf er að heilsa þér, það er staðreynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál