Balti klæddist fötum frá Tom Ford

Baltasar Kormákur tók sig vel út í fötum frá Tom …
Baltasar Kormákur tók sig vel út í fötum frá Tom Ford. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klæðnaður fræga fólksins á rauða dreglinum vekur yfirleitt athygli og það er ekkert öðruvísi hérlendis. Í gær var kvikmyndin Everest frumsýnd í Smárabíói. Áhugavert var að fylgjast með því hver var í hverju. Leikstjórinn sjálfur var huggulegur til fara þótt hann hafi sagt í viðtali við Smartland Mörtu Maríu í fyrradag að hann spáði ekkert í útlitinu og færi ekki í andlitsböð fyrir frumsýningar.

Baltasar var í jakkafötum frá ameríska fatahönnuðinum Tom Ford. Tom Ford skaust upp á stjörnuhiminn þegar hann var ráðinn yfirhönnuður hjá YSL og síðar GUCCI en þá hafði hann starfað fyrir minni tískuhús sem voru ekki alveg jafn heit. Í dag hannar hann undir sínu eigin nafni og þykja föt hans klassísk og vönduð. Ford hannar þó ekki bara föt því hann leikstýrði bíómyndinni, Single Man árið 2009.

Fötin sem Baltasar klæddist á frumsýningu Everest hérlendis voru svört að lit og var jakkinn með þykkum boðungum að framan. Undir jakkanum var hann í vesti við með svörtum tölum og voru buxurnar hefðbundnar í sniðinu. Undir fötum var hann í hvítri skyrtu.

Baltasar Kormákur klæddist fötum frá Tom Ford.
Baltasar Kormákur klæddist fötum frá Tom Ford. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Hönnuðurinn Tom Ford og Joshua Jackson.
Hönnuðurinn Tom Ford og Joshua Jackson. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál