Þurfti að fara til læknis vegna brúðarkórónu

Celine Dion og Rene Angelil gengu í hjónaband árið 1994.
Celine Dion og Rene Angelil gengu í hjónaband árið 1994. AFP/VALERY HACHE

Tæp 30 ár eru liðin síðan að tónlistarkonan Celine Dion gekk í hjónaband með René Angélil heitnum. Brúðarkjóllinn er eftirminnilegur og hafa myndir af honum birst reglulega í gegnum tíðina. Dion bar einnig kórónu sem var ekki síður áberandi en kjóllin sjálfur. 

„Ég og eiginmaður minn gengum í hjónaband 1994, 17. desember til að vera nákvæm. Ég finn enn þá fyrir nærveru hans,“ sagði Dion í viðtali við Vogue þegar hún rifjaði upp brúðardressið. Angélil lést árið 2016 eftir krabbameinsbaráttu en þau Dion eignuðust þrjú börn saman. 

Reyndi að gleyma sársaukanum

Kórónan var ekki límd á Dion heldur saumuð á hana. „Þegar þú ert hamingjusöm þá er engin þyngd. Það eru ekki vandamál. Það er sársauki,“ sagði Dion um þyngd kórónunnar. 

Dion hafði æft sig að bera kórónuna í veislusal en ekki í kirkjunni þar sem gólfið var allt öðruvísi. Dion líkir sársaukanum sem hún fann fyrir eins og hún hefði farið í andlitslyftingu á staðnum. „Er ég að fara að lifa þetta af? Mun ég komast til verðandi eiginmanns míns?“ Segist Dion hafa hugsað með sér. 

Að lokum gleymdi hún sársaukanum og naut brúðkaupsins. Hún fékk sár þegar það kórónan var fjarlægð um kvöldið. Morguninn eftir versnaði ástandið. 

„Daginn eftir vaknaði ég og leit í spegil. Ég var með kúlu á stærð við egg á miðju enninu,“ lýsti Dion og sagði nýbökuðum eiginmanni sínum að það væri of seint að hætta við núna, þau væru gift. Hún fór til læknis og endaði á sýklalyfjakúr í þrjár vikur. 

Rifjaði upp gömul föt

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið Vogue þar sem Celine Dion rifjar upp eftirminnileg föt sem hún hefur klæðst í gegnum tíðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál