Verstappen sigurvegari í Kína

Max Verstappen fagnar sigri í Kína í nótt
Max Verstappen fagnar sigri í Kína í nótt AFP/ Hector RETAMAL

Viðburðaríkum kappakstri í nótt lauk með sigri heimsmeistarans Max Verstappen í Red Bull bíl. Lando Norris hjá McLaren varð annar og Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, þriðji.

Töluvert var um árekstra og framúrakstur í kínverska kappakstrinum í nótt. Lance Stroll hjá Aston Martin keyrði aftan á Daniel Ricciardo þegar öryggisbíll var í brautinni og fékk 10 sekúndnu refsingu. Kevin Magnussen á Haas fékk sömuleiðis 10 sekúndna refsingu fyrir að klessa á Yugi Tsunoda, liðsfélaga Ricciardo og þar af leiðandi voru báðir varaliðs ökumenn Red Bull úr leik.

Fernando Alonso sem ræsti þriðji heltist úr toppbaráttunni eftir misheppnaða áætlun liðsins sem létu hann fá mjúk dekk í stað harðra dekkja sem keppinautar hans völdu þegar öryggisbíllinn var í brautinni. Alonso neyddist til að taka tvö viðgerðarhlé þar sem dekkin héldu ekki út keppnina og endaði í 7. sæti.

Verstappen er með 25 stiga forskot á liðsfélaga sinn, Perez, í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Ferrari mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz koma næstir í þriðja og fjórða sæti en Leclerc varð fjórði í nótt og Sainz einu sæti aftar.

Zhou Guanyu varð fyrsti Kínverjinn til að klára keppni á …
Zhou Guanyu varð fyrsti Kínverjinn til að klára keppni á heimavelli í nótt. AFP/ Andres Martinez Casares
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert