Fylkissigur í Vestmannaeyjum

Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik …
Albert B. Ingason og Rasmus Christiansen skoruðu í fyrri hálfleik fyrir Fylki og ÍBV og eigast hér við í leiknum í Eyjum í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

Fylkismenn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag og lögðu ÍBV, 2:1, í 2. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli þar sem Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörkin.

Rasmus Christiansen skoraði mark Eyjamanna og jafnaði þá, 1:1.

Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Denis Sytnik.

Byrjunarlið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson, Kristján Valdimarsson, Valur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson, Ingimundur Níels Óskarsson, Andrés Már Jóhannesson, Jóhann Þórhallsson, Gylfi Einarsson, Kjartan Ágúst Breiðdal, Albert Brynjar Ingason, Baldur Bett.
Varamenn: Ísak Björgvin Gylfason, Tómas Þorsteinsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Daníel Freyr Guðmundsson, Andri Már Hermannsson, Rúrik Andri Þorfinnsson, Andri Þór Jónsson.
ÍBV 1:2 Fylkir opna loka
90. mín. Nú liggja tveir eftir, Yngvi Magnús Borgþórsson og Fjalar Þorgeirsson. Yngvi hugðist skalla boltann en Fjalar var á undan og sló hann frá. Ekki gott fyrir Fylkismenn ef Fjalar meiðist líka.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert