ÍBV efst eftir sigur á Víkingi

Tryggvi Guðmundsson kom mikið við sögu í dag.
Tryggvi Guðmundsson kom mikið við sögu í dag. mbl.is/Ómar

ÍBV er komið í toppsætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Víkingi, 2:0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV er með 13 stig en KR, sem mætir Fram í kvöld, er með 11 stig í öðru sætinu.

Tryggvi Guðmundsson lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan fljótlega seinna markið sjálfur, 2:0.

Byrjunarlið ÍBV: Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes.

Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar, Hörður Sigurjón Bjarnason, Mark Richard Rutgers, Halldór Smári Sigurðsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Milos Milojevic, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Sigurður Egill Lárusson, Björgólfur Hideaki Takefusa.
Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle.

ÍBV 2:0 Víkingur R. opna loka
90. mín. Eyjamenn hafa verið í vandræðum með vallarklukkuna sína sem sýnir ekki lengur leiktímann en okkur í blaðamannastúkunni telst til að venjulegum leiktíma sé lokið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert