Þórður: Fjölmiðlar blésu upp Skagablöðruna

Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, vandaði sjónvarpsönnum Stöðvar 2 Sports ekki kveðjurnar eftir tapleikinn gegn Val, 2:1, á Vodafone-vellinum í kvöld.

Sigurmark Vals var skorað úr vítaspyrnu á 88. mínútu og finnst Þórði að sjónvarpsmenn eigi að skoða vítaspyrnurnar sem Skaginn fær dæmdar á sig, ekki bara gagnrýna liðið.

Þórður var þokkalega ánægður með spilamennsku sinna manna og hefur ekki miklar áhyggjur af gengi ÍA síðustu vikur. Skagablaðran sé eitthvað sem fjölmiðlamenn blésu upp, ekki liðið sjálft.

Nánar er rætt við Þórð í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka