Beitir kominn aftur í HK

Beitir Ólafsson í leik með KR.
Beitir Ólafsson í leik með KR. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Knattspyrnumarkvörðurinn reyndi Beitir Ólafsson er genginn til liðs við uppeldisfélagið sitt, HK.

Beitir, sem er 37 ára gamall, lék með HK til ársins 2015 og var fyrirliði Kópavogsliðsins um nokkurra ára skeið. Hann fór þaðan til Keflavíkur og síðan í KR þar sem hann var aðalmarkvörður frá 2017 til 2022.

Beitir lagði hanskana á hilluna eftir tímabili 2022 en kom síðan inn í hópinn hjá KR á ný sumarið 2023 og spilaði auk þess einn leik með Gróttu í 1. deildinni á neyðarláni.

Beitir á að baki 273 leiki í fjórum efstu deildum Íslandsmótsins, þar af 121 leik í efstu deild.

Hann mun ekki æfa að staðaldri með HK-liðinu en verður til taks ef á þarf að halda í Bestu deildinni í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert