Frá FH og aftur á heimaslóðir

Haraldur Einar Ásgrímsson í leik með FH gegn Fram.
Haraldur Einar Ásgrímsson í leik með FH gegn Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson er kominn aftur á heimaslóðir hjá Fram eftir rétt rúm tvö tímabil með FH.

Bakvörðurinn er uppalinn hjá Fram og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild árið 2021 er Framarar unnu 1. deildina með glæsibrag.

Haraldur lék 43 leiki með FH í efstu deild og komu þrír af þeim á þessu tímabili. Hann kom inn á sem varamaður í öll skiptin og fékk fáar mínútur.

Hann lék 55 leiki með Fram í 1. deildinni og skoraði í þeim tvö mörk. Árið 2018 lék hann 19 leiki sem lánsmaður hjá Álftanesi í 4. deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert