Stjarnan slapp með skrekkinn í Kópavogi

Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum til bjargar.
Guðmundur Baldvin Nökkvason kom Stjörnumönnum til bjargar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stjarnan varð síðasta lið kvöldsins til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta, en úrvalsdeildarliðið lenti í vandræðum á útivelli gegn Augnabliki úr 3. deild, þegar liðin mættust í Fífunni í Kópavogi.

Hinn 19 ára gamli Þorlákur Breki Baxter kom Stjörnunni yfir á 26. mínútu í fyrsta leik sínum fyrir félagið en heimamenn gáfust ekki upp. Guðni Rafn Róbertsson jafnaði á 55. mínútu, 1:1.

Stefndi allt í framlengingu þegar Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans og þar við sat, 2:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka