Víkingur kláraði sitt í seinni

Aron Elís Þrándarson jafnaði metin.
Aron Elís Þrándarson jafnaði metin. mbl.is/Óttar Geirsson

Víkingur úr Reykjavík vann Víði, 4:1, í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í knattspyrnu á Víkingsvellinum í dag. 

David Toro Jimenez kom Víðismönnum óvænt yfir á 13. mínútu leiksins en þremur mínútum síðar jafnaði Aron Elís Þrándarson metin. 

Staðan var 1:1 í hálfleik en í þeim seinni sáu Helgi Guðjónsson, Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen til þess að Víkingur vann 4:1. 

Skagamenn á flugi

Ingi Þór Sigurðsson fór mikinn í sigri ÍA á Tindastóli, 3:0, í 32-liða úrslitunum í Akraneshöllinni. 

Ingi skoraði fyrstu tvö mörk Skagamanna en klúðraði síðan víti á 71. mínútu til þess að fullkomna þrennuna. 

Þriðja mark ÍA skoraði síðan Hilmar Elís Hilmarsson á 74. mínútu. 

Þá er staðan 1:1 í leik KA og ÍR fyrir norðan en framlengingu þarf til að útkljáa málin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert