„Er pottþétt með heilahristing“

Orri Sigurjónsson í leik með Fram á síðasta tímabili.
Orri Sigurjónsson í leik með Fram á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Orri Sigurjónsson, varnarmaður Fram, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann skall saman við samherja sinn Kennie Chopart í 3:0-sigri á Árbæ í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í Laugardal í gær.

Orri var nýsnúinn aftur á völlinn eftir höfuðmeiðsli og væntir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, þess að hann verði lengi frá eftir samstuðið í gær. Kennie gat haldið leik áfram.

„Orri vissi hvorki upp né niður hvar hann var. Hann var nýkominn til baka eftir að hafa verið frá í 3-4 mánuði vegna höfuðmeiðsla.

Svo lendir hann í samstuði við Kennie. Kennie slapp vel en Orri er þjáður og það er mjög erfitt fyrir hann og fjölskylduna og okkur Framara.

Hann er búinn að vera lengi frá og blasir við að hann verði lengi frá því hann er pottþétt með heilahristing,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert