Landsliðskonan til Vals

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin til Íslandsmeistaranna.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er komin til Íslandsmeistaranna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals frá franska stórliðinu París SG.

Valur hefur ekki tilkynnt formlega um skiptin en á heimasíðu KSÍ kemur fram að Berglind Björg sé komin með leikheimild hjá Val.

Hún hefur verið í barneignarleyfi eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn undir lok síðasta árs en snýr brátt aftur á völlinn.

Berg­lind hef­ur skorað tólf mörk í 72 lands­leikj­um. Hún hef­ur leikið með Breiðabliki, ÍBV og Fylki á Íslandi. Er­lend­is hef­ur hún leikið með Hellas Verona, PSV, AC Mil­an, Le Havre, Hamm­ar­by, Brann og loks Par­ís SG.

Þá er Berg­lind átt­unda marka­hæsta kon­an í sögu efstu deild­ar hér á landi en hún hef­ur skorað 137 mörk í 190 leikj­um í deild­inni. Þar af eru 105 mörk í 141 leik með Breiðabliki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert